Upplýsingar

Efni

HAF FRONT eru framleiddir úr náttúrulegri eik og því mismikið líf, æðar og kvistar
í hverri framhlið sem gerir hverja einingu einstaka.Hver pöntun er sérframleidd.

Yfirborðið er meðhöndlað með tveggja þátta vatnslakki með mattri áferð.
Hægt er að velja nokkrar tegundir af viðarlit, hægt að skoða undir LITARVAL.
Einnig er hægt að heilmála framhliðar í hvaða lit sem óskað er úr NCS og RAL litakerfunum. 

Viðar litirnir sem eru í boði eru til sýnis í HAF STORE, Geirsgötu 7, 101 Reykjavík.

 

Pöntun

Við bjóðum upp á að ganga frá pöntun gegnum heimasíðuna 
eða með heimsókn í HAF STORE

Gegnum heimasíðuna

Takið saman allar einingar sem þið þurfið og sendið til að fá verðtilboð.
Því verður svarað innan 5 virkra daga. 

Gegnum HAF STORE

Pöntun tekin saman í samráði við starfsmann sem sendir svo verðtilboð fljótlega eftir það.

Staðfesting á pöntun

Áður en framleiðsla fer í gang þá þarf að staðfesta pöntun með 50% innborgun. 

Afhending

Áætlaður afhendingartími er 12-14 vikur frá þeim degi sem staðfestingargjald berst.
Seinni greiðsla þarf að berast fyrir afhendingu.

 

IKEA

HAF FRONT passar á núverandi línur frá ikea
Metod og PAX

 

Hafa samband

Info@hafstudio.is
+354 5528511

 

Opnunartími


Mán - Fös: 12 - 18
Laugardaga: 12 - 18
Sunnudaga: Lokað